Kjaramál
Kjarasamningar 2015

Kjarasamningar 2015

 

Vekföllum frestað til 24. ágúst ef samningurinn sem undirritaður var í dag verður ekki samþykktur.

Nýr samningur við SA undirritaður 22. júní 2015. (Er á leið í atkvæðagreiðslu)

Nýr samningur við Meistarafélög í byggingariðnaði innan SI undirritaður 22. júní 2015. (Er á leið í atkvæðagreiðslu) 

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum. Atkvæðagreiðsla hefst í byrjun næstu viku og líkur kl. 12.00 miðvikudaginn 15. júlí.

Félagsmenn eiga að fá póst í næstu viku með kynningu og lykilnúmeri til að taka þátt í rafrænni atkvæðagreiðslu. Einnig verða fundir í Reykjavík fimmtudaginn 2. Júlí kl. 17:00 í Borgartúni 30 og Skipagötu 14, Akureyri mánudaginn 6. Júlí kl. 17:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundina og taka þátt í atkvæðagreiðslu um samninginn. 

Spurt og svarað.

Kjarasamningur sem SGS og SA gerðu á dögunum.  

Fréttatilkynning frá iðnaðarmannafélögunum mánudaginn  1. júní

Yfirlýsing Ríkisstjórnar við gerð kjarasamninga 28,maí 2015.

Fréttatilkynning frá iðnaðarmannafélögunum föstudaginn 29. maí 2015

Information about the voting

Tökum öll þátt í atkvæðagreiðslunni

Hvað er almenn leynileg atkvæðagreiðsla

Samræmdar starfsreglur vinnudeilusjóða iðnaðarmanna 

Kosning um verkfall:  Verkfallsheimild samþykkt

Félagsmenn í Byggiðn Félagi byggingamanna samþykktu verkfallsheimild með yfirgnæfandi meirihluta. Kosið var um verkfall á tvo samninga félagsins á almennum vinnumarkaði. Verkfall á samning gagnvart Samtökum atvinnulífsins var samþykktur með 80,8% atkvæða. Kosningaþátttaka var 43,9%. Verkfallsheimild gagnvart samningi við Meistarasambandið var samþykkt með 76,3% atkvæða og þar var kosningaþátttaka 57,6%.

 

Tímasetning verkfalla: Ef til verkfalls kemur hefst ótímabundið þann 24. ágúst 2015.

Samstarfssamningur iðnaðarmanna 

Sameiginleg kröfugerð iðnaðarmanna 

Um verkföll á vef ASÍ