Um kjaramál

Kjaramál í einni eða annarri mynd eru hryggstykkið í starfi hvers verkalýðsfélags og það sem verkalýðsfélög eru mynduð um.

Margvísleg réttindamál, svo sem sjúkratryggingar, orlofsmál, fræðslumál og fleira eru í eðli sínu kjaramál, þótt fjallað sé um þessa málaflokka á aðgreindum síðum. Það sem fellur undir flokkinn kjaramál hér á síðunni, eru þeir kjarasamningar sem félagið er aðili að og kauptaxtar.

BYGGIÐN er aðili að allmörgum kjarasamningum. Flestir félagsmenn vinna eftir kjarasamningum sem gerðir eru á almennum vinnumarkaði, en allmargir vinna þó eftir samningum við ríkið, launanefnd sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.

Allflest réttindaákvæði eru samræmd milli samninga, þótt á því séu undantekningar. Þess vegna er mikilvægt að vita eftir hvaða kjarasamningum er unnið. Slíkar upplýsingar er hægt að finna á ráðningarsamningi og launaseðli.