Akstursgjald hækkar

Ferðakostnaðarnefnd ríkisins hefur hækkað lágmarksgjald vegna aksturs í atvinnuskyni. Nefndin skoðar forsendur akstursgjalds og dagpeninga að jafnaði ársfjórðungslega.

Lágmarksgjaldið var 120 krónur á kílómeter en er nú 127 krónur. Lægsta upphæð miðar við 11,11 kíómetra og stendur eftir breytingu í 1.410,97 krónum. Ef ekið er með verkfæri eða verkfæri og efni er gjaldið hærra. 

Noti starfsmaður eigin bifreið í þágu atvinnurekanda ber að greiða fyrir notkun samkvæmt kílómetragjaldi sé ekki samið um annað endurgjald.

Sjá nánar hér.