Kjaramál
Launahækkanir 1. nóv.  2009

Launahækkanir 1. nóv. 2009

Í kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins frá 1. febrúar 2008 er kveðið á um hækkanir launa frá 1. nóvember 2009. Þar segir. „Grunnhækkun launa er 3,5%. Frá henni dragast hækkanir á launum starfsmanns frá og með 1. janúar 2009 til og með 1. nóvember 2009, þ.m.t. vegna hækkunar kauptaxta. Frádráttur getur þó ekki orðið hærri en grunnhækkun. Við samanburð launa skal miða við föst viku- eða mánaðalaun að viðbættum föstum álags- eða aukagreiðslum hverju nafni sem þær nefnast“.

Þetta ákvæði þýðir að þeir sem hafa verið í starfi frá 1. janúar sl. til 30. október skuli eiga rétt á launum frá og með 1. nóvember 2009 sem eru 3,5% hærri er launin voru í janúar. Hafi laun hækkað á áðurnefndu tímabili dregst sú hækkun frá.

Dæmi. Laun hjá launamanni hækkuðu 1. júní 2009 um 2% þá verður hækkunin 1. nóv. 1,5%.

Starfsmaður sem hefur störf á tímabilinu 1. jan. til 1.nóv. Skal njóta grunnhækkunar án frádráttar nema um annað hafi verið samið við ráðningu.

Ákvæði þetta nær ekki til launamanna sem starfa í afkastatengdum launakerfum þar sem laun vegna frammistöðu eru meginhluti launa.

Hækkun kauptaxta 1. nóvember um kr. 8.750 hjá iðnaðarmönnum og kr. 6.750 hjá öðrum.

Reiknivél til að reikna út hækkanir 1. nóv.

Nýir kauptaxta hér.