Kjaramál
Desemberuppbót

Desemberuppbót

Byggiðn minnir á að desemberuppbót 2022 á almennum markaði er 98.000 krónur í ár. Hana skal greiða út eigi síðar en 15. desember, miðað við starfshlutfall og starfstíma. Allir starfsmenn sem hafa unnið samfellt hjá atvinnurekanda í 12 vikur
á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu vikuna í desember.

Desemberuppbót á að gera upp við starfslok.

Iðnnemar í fullu starfi fá fulla desemberuppbót. Fullt starf eru 45 vikur eða meira fyrir utan orlof.

Þeir starfsmenn sem unnið hafa 20 vikur svo dæmi sé tekið, skulu fá í desemberuppbót kr. 43.556.- ( 98.000/45*20).
Nánar má lesa um desemberuppbót hér.

Desemberuppbót hinna ýmsu samninga:

  • Desemberuppbót hjá ríkinu er kr. 98.000.
  • Desemberuppbót hjá Reykjavíkurborg er kr. 106.100.
  • Desemberuppbót hjá Strætó er kr. 106.100.
  • Desemberuppbót hjá Orkuveituni er kr. 114.000.
  • Desemberuppbót hjá Landsvirkjun er kr. 142,226.
  • Desemberuppbót hjá öðrum sveitarfélögum er kr. 124.750.
  • Atvinnuleitendur fá einnig desemberuppbót, en óskert desemberuppbót
    atvinnuleitenda er að hámarki 94.119 krónur í ár. 

Þeim sem hafa frekar spurningar sem varða desemberuppbót er bent á að hafa samband í netfangið byggidn@dev.byggidn.is.