Kjaramál
Desemberuppbót 2011

Desemberuppbót 2011

Desemberuppbót á almennum markaði árið 2011 (SA og MB) er kr. 48.800, auk þess greiðist sérstakt álag á desember uppbót kr. 15.000. Álagið skal greiðast út samhliða greiðslu desemberuppbótar samkvæmt kjarasamningi.

Desemberuppbót á almennum markaði á að greiða eigi síðar en 15. desember, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember.

Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs.

Desemberuppbót innifelur orlof, er föst talar og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Iðnnemar í fullu starfi fá fulla desemberuppbót.

Fullt starf eru 45 vikur eða meira fyrir utan orlof. Þeir starfsmenn sem unnið hafa 20 vikur svo dæmi sé tekið skulu fá í desemberuppbót kr. 21.689 ( 48.800/45*20).

Sjá útreikning desemberuppbótar.

Desemberuppbót hjá ríkinu er kr. 48.800.

Desemberuppbót hjá Reykjavíkurborg er kr. 54.000.

Desemberuppbót hjá öðrum sveitarfélögum er kr. 75.500.